Sakaría
Biblían
Narrateur Kristján Franklín Magnús
Maison d'édition: Hið íslenska biblíufélag
Synopsis
Bók Sakaría er lengst rita minni spámannanna og hefur um margt sérstöðu meðal þeirra. Til einskis rits Gamla testamentisins er oftar vitnað í frásögnum Nýja testamentisins af þjáningu, dauða og upprisu Krists. Bókin skiptist í tvo býsna ólíka hluta. 1.–8. kafli hafa einkum að geyma sýnir spámannsins um Jerúsalem og endurreisn musterisins, hreinsun Guðs lýðs og þann messíasartíma sem í vændum er. 9.–14. kafli hafa að geyma ýmiss konar efni. Þar er að finna spádóma gegn útlendum þjóðum en einnig boðskap um Messías og hinsta dóm. Í síðari hluta ritsins er áberandi hve vegur prestaættanna er orðinn mikill. Er þeim jafnað til ættar Davíðs (sbr. 12.12 o.áfr.). Skipting ritsins 1.1–8.23 Sýnir og fyrirheit 9.1–9.8 Síðari hluti: Gegn þjóðunum 9.9–14.21 Friðarríki heitið
Durée: 43 minutes (00:43:29) Date de publication: 01/08/2024; Unabridged; Copyright Year: — Copyright Statment: —

