Rutarbók
Biblían
Erzähler Þóra Karítas Árnadóttir
Verlag: Hið íslenska biblíufélag
Beschreibung
Rutarbók er meðal þeirra fimm rita sem lesin voru á vissum hátíðum í samkunduhúsum Gyðinga (Rutarbók, Ljóðaljóðin, Prédikar-inn, Harmljóðin og Esterarbók). Í útgáfum Biblíunnar telst Rutarbók til sögurita og kemur á eftir Dómarabókinni, væntanlega vegna tímaákvörðunarinnar í upphafi bókarinnar. Hún er sögð gerast á stjórnartíð dómaranna (1.1) og segir frá móabískri stúlku, Rut, og trúfesti hennar við tengdamóður sína. Rut giftist inn í fjölskyldu frá Betlehem í Júda og varð að lokum ættmóðir Davíðs konungs. Baksvið sögunnar er öryggisleysi útlendings án jarðnæðis. Naomí óskar tengdadætrum sínum öruggrar afkomu og verður að ósk sinni þegar Rut eignast nýjan eiginmann („lausnarmann“) og hlýtur þar með öryggi og heimili. Skipting ritsins 1.1–1.22 Naomí og Rut halda til Betlehem 2.1–3.18 Rut hittir Bóas 4.1–4.22 Bóas kvænist Rut. Ættartala Davíðs
Dauer: 16 Minuten (00:15:52) Veröffentlichungsdatum: 01.08.2024; Unabridged; Copyright Year: — Copyright Statment: —

