Nahúm
Biblían
Narrateur Eggert Kaaber
Maison d'édition: Hið íslenska biblíufélag
Synopsis
Þungamiðja bókar Nahúms er fall Níníveborgar, höfuðborgar Assýringa, hinna fornu fjenda Ísraelsmanna. Nahúm sér fall Níníve árið 612 f.Kr. sem dóm Guðs yfir grimmri og hrokafullri þjóð. Nahúm lætur hins vegar ógert að koma við kaunin á samlöndum sínum. Óumdeilt er meðal ritskýrenda að Nahúm sé einn mesti stílsnillingur meðal ritspámannanna allra. Um guðfræðilegt vægi bókar hans eru skoðanir hins vegar mjög skiptar. Mörgum þykir takmörkuð guðfræðileg dýpt í að hlakka jafn drýgindalega yfir föllnum fjandmanni og Nahúm gerir. Aðrir sjá guðfræðilegt gildi bókarinnar felast í tákni Assýríu sem ríkis ágangs, grimmdar og heimsvaldastefnu. Skipting ritsins 1.1–1.14 Dómur Guðs yfir Níníve 2.2–3.19 Fall Níníve
Durée: 11 minutes (00:10:30) Date de publication: 01/08/2024; Unabridged; Copyright Year: — Copyright Statment: —

